Fréttatilkynning VÍK – 18.10.2006

Strandakstursmót (“Beach-race”) á Langasandi, Akranesi á laugardaginn
Viðburður: Strandakstur á Langasandi, Akranesi
Staður & Stund: Langisandur, Akranesi, 21.10.2006
Skipuleggjendur: Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) og Vélíþróttaklúbbur Akraness
Þátttakendur: Áætlað að um 50 keppendur í Meistaradeild, byrjendaflokki, kvennaflokki og unglingaflokki taki þátt
Braut: Sandbraut, lögð í fjörunni við Langasand
——————————————————————————–
Á laugardag, 21. október mun Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) í samvinnu við

nýstofnaðan Vélíþróttaklúbb Akraness standa fyrir æfingakeppni á Langasandi, Akranesi.  Keppt verður í krefjandi þolakstursbraut sem lögð verður í þungan og blautan fjörusandinn á Langasandi.  Brautin mun liggja um þröngar beygjur, hraða fjörukafla og gerð krefjandi með alls konar þrautum þar sem keppendur munu þurfa að aka yfir hindranir af öllum stærðum og gerðum.  Á sama tíma fer fram keppni í því að aka sem lengst á afturdekkinu eftir ströndinni og því ljóst að mikil tilþrif eru framundan.  
Áhorfendastæðin verða vel skipulögð, enda fer keppnin í raun fram innanbæjar og því verður auðvelt að fylgjast með átökunum á svæðinu.
Strandakstursmót sem þetta er einstaklega náttúruvænt, ef svo mætti að orði komast, því brautin er lögð í fjöru og að lokinni keppni verður hún hreinsuð og síðan mun stórstraumsflóðið sjá um að slétta svæðið og afmá spólförin.  Keppnin er skipulögð í samvinnu við Bæjaryfirvöld á Akranesi og ef vel tekst til gæti keppnin orðið að árlegum viðburði.  Keppnin er liður í uppskeruhátíð vélhjólaíþróttafólks og um kvöldið fer fram árshátíð Vélhjólaíþróttaklúbbsins.
Prjónkeppnin hefst kl. 11:00 og Strandaksturinn kl. 12:00.  Frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu VÍK, www.motocross.is

Frekari upplýsingar fyrir fjölmiðla:
Fjölmiðlar geta nálgast frekari upplýsingar um mótið, myndir frá mótinu að lokinni keppni, nánari upplýsingar um keppendur, keppnishald og starfsemi Vélhjólaíþróttaklúbbsins hjá neðangreindum:
Bjarni Bærings, s. 898-9090, netfang: bb@medis.is
www.motocross.is

Skildu eftir svar