Vefmyndavél

Barna og unglinga námskeið í motocrossi

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar býður uppá ókeypis námskeið fyrir börn og unglinga motocrossi. Ekki er skilyrði að eiga mótorhjól til þess að geta sótt námskeiðið. Guðmundur Stefánsson, Íslandsmeistari í 125cc flokki, og Gunnlaugur Karlsson verða leiðbeinendur. Námskeiðið verður haldið í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu og verður fyrsti tíminn miðvikudaginn 11.október kl. 20:30. Námskeiðið verður samtals fjögur kvöld, annað hvert miðvikudagskvöld. Þetta fer þó eftir fjölda nemanda. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á kgm@itn.is  Nafn, aldur, símanúmer og netfang þarf að koma fram. Einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í 862-5679. Foreldrum er velkomið að fylgjast með. Kveðja, AÍH

Leave a Reply