SUPERSPORT: Enduro Svínhaga á netið

Hver man ekki eftir mýflugu-enduro-keppninni í Svínhaga 2003?  5. þáttur SUPERSPORT 2003 er kominn á www.supersport.is þar sem sagt er frá magnaðri Enduro-keppni í Svínhaga. Gulli kaffærir KTM, Kalli KTM í björgunaraðgerðum dettur í ána, viðtöl við Einar Púka, Viggó, Gunna Þór, Gaua tímavörð, Valdi Pastrana flýgur á hausinn á Súkku, Hjörtur Líklegur stýrir mótinu og Jói Bærings lofar að hlaupa nakinn ef hann kemst ekki í topp10. Það klikkaði og ekki hljóp hann því hann fór úr axlarlið. Jói fær að efna loforðið á laugardag og hlaupa nakinn 1 hring í Sólbrekku!!!  SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf – Honda á Íslandi. BB

Skildu eftir svar