Sólbrekkubraut, akstur utan svæðis bannaður !

Upp kom um helgina að motocrosshjól hafa farið inná svæði Flugmódelfélagsins við Seltjörn og vill Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness árrétta að það er stranglega bannað að aka utan þess svæðis sem VÍR hefur til umráða.
Þetta er nýtt svæði Flugmódelfélagsins og óskum við þeim til hamingju með það og bjóðum þá velkomna á þetta frábæra útivistarsvæði sem Sólbrekka bíður uppá.
Menn verða að bera virðingu fyrir því að þetta er útivistarsvæði fyrir alla og við hjólamenn verðum að vera til  fyrirmyndar ef við ætlum ekki að missa þetta svæði.

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness er búið að vinna að því árum saman í samvinnu við Reykjanesbæ, Sýslumannsembættið, Heilbrigðiseftirlitið og fleiri aðilum að koma upp þessari aðstöðu fyrir hjólamenn.
Við vitum öll að það þarf ekki nema nokkra sauði til að eyðileggja þá vinnu og traust sem búið er að leggja í íþróttina í allra þágu.
Ef eitthver verður vitni að akstri á og við Seltjörn eru þeir beðnir að hafa samband við mig og verður tekið hart á því.

Virðum svæði annarra og þeirra útivist ef við viljum áskapa okkur virðingu annarra !
Guðni S Þrastarson.
Formaður Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness.
S:8641505
gudni@samhaefni.is

Skildu eftir svar