Vefmyndavél

MX-brautin í Bolöldu lokuð fram yfir helgi

Um helgina verður brautin í Bolöldu hörpuð eða grjóthreinsuð með sömu beltagröfunni og malaði grjótið í Sólbrekkubraut í fyrrasumar. Grafan vinnur þannig að hún grefur upp brautina allt niður á 1 meters dýpi í beygjum en grynnra á beinum köflum og malar minnsta grjótið en skilar stærstu steinunum út fyrir braut. Stefnt er á að taka 30-50% af brautinni núna og sjá hvernig það reynist. Á meðan á þessu stendur verður brautin lokuð amk. fram á þriðjudag. Það verður svo spennandi að sjá hvernig hún verður eftir grjóthreinsunina.

Leave a Reply