MX-brautin í Bolöldu lokuð fram að helgi

Það hefur verið ákveðið að grjóthreinsa/harpa alla motocrossbrautina í Bolöldu þannig að hún verður lokuð amk. fram að helgi. Brautin gæti mögulega opnað á laugardag en þó er líklegra að það verði á sunnudaginn.

Þá verður búið að hreinsa allt grjót niður á 50-80 cm dýpi og það verður gríðarlega spennandi sjá hvernig brautin reynist eftir þetta. Einar púki er á staðnum í kvöld að fylgja eftir jarðýtunni sem er byrjuð að slétta brautina þar sem búið er að grjóthreinsa. Hann ætlar að nota tækifærið og bæta við stökkpöllum eftir efnum og aðstæðum til auka fjölbreytileikann í brautinni enn frekar. Þetta verður bara gaman!

Skildu eftir svar