Gylfi sigraði í Sólbrekku og varð Íslandsmeistari

Um helgina var haldin síðasta umferðin í Íslandsmótinu í mótocross. Gjóla og þurrt var á svæðinu sem örsakaði töluvert moldrok, en menn létu það ekki á sig fá og settu flestir upp gleraugu, eða komu sér réttu meginn við brautina til að losna við mesta moldrokið. Spennan var í hámarki því allt gat gerst og ekki ljóst hver myndi hampa titlinum. Valdimar Þórðarson vann daginn o/a, en stigin dugðu ekki til, þar sem Gylfi vann 2 móto af 3 og keyrði svo öruggt í 4. sæti í því 3ja til að ná þeim stigum sem þurfti til að ná íslandsmeistaratitlinum. Hann var þannig með einu stigi meira en Valdi eftir tímabilið. Gylfi og Valdi hafa verið

 að sýna hörku akstur í sumar og það er mál manna að nú sé tími " gömlu  " kallana liðinn.
Þriðji o/a var Micke Frisk, fjórði Aron Ómarsson og Kári í því fimmta.
Guðmundur Þórir sigraði í 125 flokknum, en það var Guðmundur Stefánsson sem varð annar og það dugði honum til Íslandsmeistara.
Sömu sögu er að segja af Kareni Arnardóttur, hún sigraði daginn í kvennaflokknum og varð meistari, en hún sigraði öll móto sumarsins nema eitt.
– Frá MSÍ: Vegna úrslita í 85cc flokki unglinga vill MSÍ að eftirfarandi komi fram.  Úrslitin eru komin á mylaps.com og eru birt með fyrirvara vegna áfríunar á dómi keppnisstjórnar.  Keppandi 84 Viktor Guðbergsson var dæmdur úr leik af keppnisstjórn fyrir að framvísa ekki keppnishjóli sínu til skoðunar að keppni lokinni.  Reglan er sú samkvæmt reglum FIM að fimm fyrstu í hverjum flokki verða að hafa hjól sín tiltæk í pytt í a.m.k 30 mínútur að keppni lokinni til skoðunar.  Sú regla var brotin þegar hjólinu var ekið á brott strax eftir síðasta moto og því ekki framvísað.  Þeim dómi var áfríað og mun málið verða afgreitt eins fljótt og mögulegt er.
Úrslitin eru hér


Gunnar Örn á fullri gjöf í B flokknum


Valdi var að keyra mjög vel og agressift.


Sumir hvíldu sig á milli mótoa í moldrokinu.


Hörku barátta milli Valda og Gylfa


Binni hrikalega flottur, með Jóa á palli.


Núverandi og fyrrverandi …. Gylfi og Raggi …. Íslandsmeistarar 2006 og 2005


Kári og Aron í baráttu eins og oft áður


Einar Sig.


Micke á flugi með flugvélunum


Gylfi kemur í mark, búinn að landa titlinum.

Skildu eftir svar