Vefmyndavél

Frá MSÍ vegna úrslita í 85cc flokk

Vegna úrslita í 85cc flokki unglinga vill MSÍ að eftirfarandi komi fram. Úrslitin eru komin á mylaps.com og eru birt með fyrirvara vegna áfrýjunar á dómi keppnisstjórnar. Keppandi 84 Viktor Guðbergsson var dæmdur úr leik af keppnisstjórn fyrir að framvísa ekki keppnishjóli sínu til skoðunar að keppni lokinni. Reglan er sú

samkvæmt reglum FIM að fimm fyrstu í hverjum flokki verða að hafa hjól sín tiltæk í pytt í a.m.k 30 mínútur að keppni lokinni til skoðunar. Sú regla var brotin þegar hjólinu var ekið á brott strax eftir síðasta moto og því ekki framvísað. Þeim dómi var áfrýjað og mun málið verða afgreitt eins fljótt og mögulegt er.

Leave a Reply