Innheimta í brautir VÍK

Í gærkvöldi voru nokkrir hjólamenn gripnir í Bolöldu án passa. Fólkið var sektað á staðnum og fékk að halda áfram að hjóla. Sekt við passaleysi er kr. 3000 og því hagkvæmari kostur að kaupa passa í Litlu Kaffistofunni. Litla Kaffistofan lokar (að mér skilst) kl. 21:00 og Bolalda lokar kl. 22:00 – hafið það í huga áður en lagt er af stað. Starfsmenn brauta VÍK skoða miða á hjólum oft á dag og því mikilvægt að hafa passann límdan á demparann. Að lokum – bílaplanið er ekki til að æfa prjón! BB 

Skildu eftir svar