Fjölmiðlamálin

Frábært að sjá hversu ítarlega (og eðlilega) umfjöllun sportið fékk í Blaðinu. En ég vil taka undir umræðuna sem hefur verið hér á síðunni um mikilvægi fjölmiðlafulltrúa VÍK. Að mínu mati stóð Bjarni Bærings sig vel í starfi sínu – verst að hann sér sér ekki fært að halda því áfram. En þetta er mikil vinna, ég þekki það.
Persónulega tel ég starf fjölmiðlafulltrúa varða beint baráttuna fyrir framtíð okkar. Ég tel líklegt að

 mótorhjólamenn lesi allt það sem þeir vilja vita (og meira til) í erlendum mótorhjólablöðum. Það er því mikilvægt að nota vel það pláss sem við fáum í fjölmiðlum og skilgreina hvað það er sem við viljum koma til skila. Ég tel að við eigum að stíla amk 50% af allri umfjöllun til fólks sem ekkert veit um sportið – en hefur þó áhrif daglega með því að vera með eða móti íþróttinni. Kynna sportið á jákvæðum nótum. Merkilegt er hversu auðveldlega neikvæð umfjöllun um sportið nær inn í fjölmiðlana (aðallega um fíflin sem eru að spóla upp gróið land). Það sem við þurfum að gera er að hamra á öllu því magnaða og góða sem er í gangi hjá okkur (það er jú af nógu að taka). Hafa trú á okkur sjálfum og svara fyrir okkur þegar/ef ómaklega er vegið að íþróttinni.

Það er ekki nóg að gera átak af og til, við þurfum stöðugt að láta rödd okkar heyrast. Það eru nokkrir valkostir í boði, fastir liðir í blöðunum, útvarpið, sjónvarpið, kynningar á opinberum stöðum, internetið…… Það er ekki mitt að segja, ég er bara að benda á möguleikana sem hægt er að virkja. Ég set traust mitt á stjórn VÍK í þessari stefnumótun. Ef við viljum hafa áhrif á framtíð okkar á þessum vígvelli er bara ein leið fær – að ráða góðan penna og rödd í starf til frambúðar. Ef annað hvert fyrirtæki í dag ræður sér fjölmiðlafulltrúa til að halda utan um tilfallandi umræðu – hvað þá um okkur sem eigum í daglegri baráttu við bullandi vanþekkingu og pólitík?

Auðvitað kostar starf fjölmiðlafulltrúa eitthvað en krónurnar á ekki að vera erfitt að finna EF menn gera sér grein fyrir því hvað er í húfi. Þetta er hagsmunamál þitt, klúbbana og allra mótorhjólaumboðana. Ég vona að það takist að finna réttann aðila í stöðuna og finna fjármagn svo halda megi viðkomandi í starfi. Það hljóta að vera til góðir fulltrúar.

Vil svo þakka stjórn VÍK fyrir þá frábæru uppbyggingu sem á sér stað í sportinu um þessar mundir og hvetja alla hjólamenn til að borga félagsgjöldin.
Kv Þórir #4

Skildu eftir svar