Álfsneskeppninni frestað fram á sunnudag.

Vegna slæms veðurútlits í dag hefur verið ákveðið að fresta 2. umferð Íslandsmótsins í motocrossi til sunnudagsins 16. júlí. Dagskráin breytist ekki að öðru leyti.
Veðurútlitið er mjög óhagstætt á morgun, úrhellisrigning og hvasst en mun betra fyrir sunnudaginn sbr. spá Veðurstofunnar:

Á laugardag: Suðvestanátt, sums staðar 13-18 m/s. Rigning sunnanlands og vestan, en að mestu þurrt og sums staðar bjart norðanlands og austan. Fremur hlýtt í veðri, 15 til 19 stig á Norður- og Austurlandi, en annars 10 til 14 stig. Á sunnudag: Fremur hæg suðvestan- og vestanátt og dálitlar skúrir suðvestan- og vestanlands og eins með norðurströndinni, en úrkomulaust og léttskýjað austan- og suðaustanlands.

Sjá líka nákvæm spákort á belgingur.is

Skildu eftir svar