2. umferð Íslandsmótsins í Motocross – Úrslit

Önnur umferð Íslandsmótsinns í Motocross fór fram í gær á Álfsnesi. Keppninni hafði verið frestað um einn dag vegna veðurs og kom í ljós að það var hárrétt ákvörðun, því eftir því sem leið á daginn batnaði veðrið og brautin og seinnipartinn var sól og heiðskírt. Í MX1 var það Gylfi Freyr á Hondu sem sigraði, strákurinn var í feikna stuði og sýndi að yngri kynslóðin er komin til að taka við. Ragnar Ingi á KTM, sem var puttabrotinn, var þó eins og áður ótrúlegur, hann ætlar sér greinilega ekki að gefa neitt án þess að menn hafi fyrir hlutunum, og

 skilaði hann sér í öðru sæti. Micke Frisk á Yamaha innsiglaði svo 3ja sætið eftir frekar slapt fyrsta mótó, en hin tvö voru því betri. Ótrúleg seigla.
Í 125 flokknum var það Guðmundur Stefánsson á KTM sem sigraði, en hann var að keyra mjög vel allann daginn. Í öðru var það Steinar Aronsson og í þriðja Pálmi Georg Baldursson.
Gaman var að horfa á stelpurnar og með ólíkindum árangurinn sem þær hafa náð á síðustu misserum. Laura Ward keppti sem gestur, en það var gaman að sjá að Aníta Hauksdóttir og Karen Arnardóttir voru ekki að gefa henni mikið eftir, og voru þær í fyrsta og öðru sæti, en Signý Stefánsdóttir í því þriðja. 85cc flokkurinn er alltaf skemmtilegur, þar sér maður alla taktana, baráttuna og áræðnina sem gefur þessu gildi. Það var Viktor Guðbergsson sem hafði fyrsta sætið þegar yfir lauk, eftir stórskemmtilega rimmu við Sölva Sveinsson og Heiðar Grétarsson sem urðu í öðru og þriðja sæti.
Stórskemmtileg keppni, með fullt af tilþrifum, baráttu og ekki skemmdi veðrið og umgjörðin fyrir. Einnig er frábært að sjá framfarirnar í sportinu hér heima. 

Nánari úrslit og tímar eru hér


Viktor sigraði 85cc flokkinn eftir mikla baráttu


Guðmundur Stefáns ók af miklu öryggi, og sigraði 125 flokkinn.


Allt gefið í startið í MX1


MX1 start


Gylfi Freyr var flottur á pöllunum og var hárnákvæmur í lendingunum, en hann sigraði keppnina.


Frændurnir Raggi og Valdi í baráttu, en Raggi lenti í öðru sæti og Valdi í því fjórða.


Micke Frisk varð í þriðja og gaman að sjá hvað þetta virtist átakalaust hjá honum, .. engin læti og öruggur og afslappaður akstursstíll.


Aron.


Menn voru eitthvað að skoða jarðveginn nánar, en það kippir sér enginn upp við smá hnjask í þessu sporti.


Sumir voru flottari en aðrir, sendu frá sér reyk eins og listflugvélarnar, …stíll yfir þessu.


Talandi um stíl, þá gæti þetta verið Superman elbow handlebargrab. Smá freestyle á einum pallinum í miðju MX mótói er trúlega það flottasta sem menn gera. Þess má geta að þessu trixi fylgdi nánast lýtalaust no hander lander sem tókst frábærlega, og svo var auðvitað hjólað áfram á fullum krafti.   🙂

Skildu eftir svar