Vinnudagur á Bolöldu sunnudaginn 18. júní

Allir að mæta / vinnudagur Bolöldu. Á morgun sunnudag 18. júní. verður vinnudagur í Bolöldu.
Stjórn VÍK skorar á alla félagsmenn og aðra áhugamenn um sportið að mæta kl: 12:00 og vinna í MX brautinni. Unnið verður frá kl: 12:00 til kl: 14:00. Þeir sem mæta fyrir kl: 12:00 og skrá sig til vinnu fá 3 brautarpassa að launum. Taka með sér hrífur og skóflur. Verkefni dagsins er að grjóthreinsa brautina.
Ef veður leyfir verður boðið uppá grillaðar pylsur og gos fyrir alla sem mæta til vinnu. Foreldrar athugið að frítt er í barnabrautina á morgun þannig að takið endilega ormana með og gerum daginn að góðum degi.
kveðja, Stjórn VÍK

Skildu eftir svar