Vefmyndavél

Utanvegaakstur

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar farið offari í skrifum sínum um utanvegaakstur og tekist vel til því fréttaflutningurinn er svo gjörsamlega einhliða fréttaflutningur að maður fær æluna upp í háls. Þegar reynt er að fá fréttamenn til að tala okkar máli vilja þeir ekkert við okkur tala og þá verður maður að spurja sjálfan sig hvar er óháði, frjálsi og hlutlausi fréttaflutningurinn hjá þessum mönnum? Einnig er vert leita svara við því er Umhverfisráðherra bendir á svæðið okkar hjá VÍK í Jósepsdal og að menn eigi að vera þar, en þetta svæði er

 ekki tilbúið vegna fjárskorts eins og margoft hefur komið fram og spurningin er einnig hvort við verðum að einskorða svæðið við félagsmenn í VÍK ef ekkert fjármagn kemur með almenningnum sem er verið að vísa á svæðið okkar. Lítið sem ekkert fé hefur komið frá hinu opinbera í þetta svæði og er mér þá spurn. Eiga menn að keyra þar yfir hvað sem er án slóða og stíga? Allavega finnst mér ekki gáfulegt að benda þessum sem stunda utanvegaakstur og skemma gróður á svæði sem er ekki tilbúið nema að einum tíunda hluta. Á svæðinu hjá VÍK er allur utanslóðaakstur bannaður og hef ég sem starfsmaður á svæðinu ekki neinn áhuga á að taka á móti þessu pakki sem hagar sér svona annarsstaðar á landinu nema menn átti sig á þessu.
Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply