Vefmyndavél

Sýningin Bílar & Sport

Stórsýningin Bílar & Sport verður haldin í Laugardalshöll um helgina.  VÍK hefur verið boðinn sýningarbás þar sem við getum komið félaginu og sportinu á framfæri.  Sýningin er opin á föstudagskvöld, laugardag og sunnudag.  Vegna keppninnar á Ólafsvík hefur reynst erfitt að manna básinn.  Því óska ég eftir áhugasömu fólki til að sjá um/starfa við sýninguna og kynna VÍK og málstað okkar. Hafið samband í netfangið bb@medis.is ef þið hafið áhuga. F.h. stjórnar VÍK, Bjarni Bærings 

Leave a Reply