Spól á bílastæðum á Bolöldu er bannað

Að gefnu tilefni vil ég koma því á framfæri að ef bílastæðið er allt í hringspóli eftir hjól á morgnana þegar ég mæti í vinnuna þá fer óþarfa tími í að laga þetta sem annars færi í að vinna í brautunum. Það fyrsta sem ég geri er að hefla og valta bílastæðin á morgnana ef aðkoman er svona og ef allur dagurinn fer í þetta er ekki unnið í brautunum því ég legg mikinn metnað í að hafa aðkomuna að svæðinu góða. Á meðan get ég ekki

 unnið við lagfæringu á brautinni þannig að þeir sem stunda þetta spól eru að skemma fyrir því að ég fari strax í að vinna í brautunum við að slétta, hefla og tína grjót. Ef menn vilja að brautirnar séu góðar þá verðum við öll að hjálpast að í því að stoppa þetta því bílastæðin eru fyrir bíla en ekki hringspól fyrir utan það að hættan á að bílar eða fólk verði fyrir þessu grjóti. Einnig vil ég árétta það að fara eftir skiltunum þar sem stendur INN og ÚT og hætta að aka fyrir utan motocrossbrautina í og yfir ruðningana þetta hlítur að vera hægt.

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar