Selfoss keppnin úrslit og fl.

Jæja þá er komið að því að einu glæsilegasta motocross móti er lokið, en BT-mótið á Selfossi var um síðustu helgi í sól og blíðu á Selfossi og tóku menn all hressilega á því. Gylfi Freyr Guðmundsson byrjaði daginn á að setja brautar met í Selfoss brautinni og er ég hræddur um að sá tími verði ekki alveg sleginn í bráð en kappinn setti tíman 1:15,896 í þriðja hring í tímatökum og er það um 5 sec betri tími en Valdi # 270 setti í vor. En þess má til gamans geta að 7 menn keyrðu á betri tíma í þessum tímatökum en gamla brautar metið var,

 sem segir manni hversu vel var tekið á í tímatökunum. Þessir menn eru Gylfi #54 , Einar#4, Aron#66, Gulli#111, Valdi #270,Reynir#3 og Mikki #24 en gamla metið í brautinni var 1:22,159 og átti Valdi það en það var óstaðfestur tími.

Fyrirkomu lagið á keppninni fór vel í menn og voru menn almennt ánægðir með að hafa tímatökurnar svona langar en þær voru klukkutími og gátu menn alveg ráðið því hvernig þeir höguðu þeim klukkutíma svo var mönnum raðað í 2 riðla með 15 í hvorum og fóru 8 úr hvorum riðli beint í úrslit en þeir sem sátu eftir höfðu séns á að fara í riðil sem við kölluðum "síðasti séns" en í honum voru 12 og fóru 6 í úrslit úr honum þannig að við höfðum 22 á línunni í úrslitum.Mikil spenna var fyrir úrslitin en það var til mikils að vinna, fyrir 1. sætið var 32" LCD sjónvarp frá BT-tölvum i 2. sæti voru Playstation tölva ásamt leik frá BT-tölvum og motocross galli frá www.Pukinn.com sem gaf líka öllum 6 efstu stutterma bol , 3 verðlaun var PSP lófatölva frá BT-tölvum, fyrir Hole shotið var t.d 20,000kr vöru úttekt frá Betra grip Bridgestone þannig að það var til mikils að vinna þarna svo voru 6 efstu menn leystir út með árskorti í Selfossbrautina að ári og kassa af kókómjólk frá MBF.En þegar startað var í úrslitunum ætlaði allt að verða vitlaust og var ekkert gefið eftir en Aron #66 byraði á því að hirða Hole shot verðlaunin með svaka starti og fylgdi Gylfi honum fast á eftir og var það á 2 eða 3 hring sem að Aron missti Gylfa fram úr sér en Aron fylgdi honum eins og skugginn allan tíman og var sjaldnast meira en svona10 metrar á milli þeirra þessa 14 hringi sem þeir óku. Einar Sig átti slæmt start og náði hann aldrei að ógna Gylfa og Aroni sem keyrðu eins og meistarar og gerðu engin mistök en Einar náði þó að tryggja sér 3 sætið eftir að hafa farið fram úr Valda í síðustu beygju.

en úrslitin eru hérna:
http://www.mylaps.com/results/newResults.jsp?id=344849

Eitt alvarlegt slys var á keppninni en hann Arnar Ingi Guðbjartsson #616
braut á sér upphandlegginn og sendum við honum baráttu kveðjur með von um
snöggan og góðan bata.

Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar þakka keppendum og áhorfendum kærlega
fyrir skemmtilega keppni og frábæran dag, sjáumst vonandi á næsta ári með
enn flottari keppni.

Kveðja Óli Rúnar formaður MÁ

Skildu eftir svar