Jói Kef stórslasaður!!!

Einn umtalaðasti MX töffari landsins, frumkvöðull MX freestyle á Íslandi, einn allra besti og djarfasti Super Motard ökumaður okkar og sá yfirlýsingaglaðasti í sportinu – hinn eini sanni "Jói Kef" – stórslasaðist í gærkvöldi.  Jói hefur verið frekar óheppinn þetta keppnistímabil; braut úlnlið í vetur, braut bakið og nokkur rifbein um páskana og í gærkvöldi braut hann fótlegg og rifbein, maskaði ökkla og marðist illa á baki og upphandlegg.  Að venju slasaðist Jói með stæl (samt var hann ekki í braut og ekki á hjóli…!!!) og hans fyrsta comment var: "Þett’er Jói Keeeef…". BB

Skildu eftir svar