Vefmyndavél

„Grjótrakstursgræja“ óskast

Til að fá réttu græjuna til að raka grjótið úr motocrossbrautinni er þessi 50-60 ára gamla græja rétta tækið (það sem vantar á þessa græju er járnsæti með götum fyrir ekilinn, en það má vanta þar sem ég hef hugsað mér að draga þetta á traktornum eða bílnum). Ef þú sem þetta lest veist um svona græju einhversstaðar og getur fengið hana gefins þá væri það æðislegt fyrir klúbbinn. Þessar vélar voru til á öllum sveitabæjum og var

 ætluð til að raka tún. Það sem verður að vera í lagi er hjólin, en það má vanta teina í rakstrarvélina þar sem að ég veit um aðra í varahluti, en sú er með bæði hjólin ónýt. Þessar rakstrarvélar heita Herkules og var t.d. það eina sem nothæft var til að hreinsa draslið í fjörunni þegar Vikartindur strandaði í fjörunni fyrir nokkrum árum. Ég veit að þetta virkar og það vel.

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply