Vefmyndavél

Þurrkur og ryk

Ástandið upp á Bolöldu er vægast sagt fremur slæmt. Þar sem að engin rigning að ráði hefur verið síðustu daga er mikið ryk á öllu svæðinu. Þess vegna vil ég biðja alla að fara sem hægast á bílastæðunum til að þyrla ekki upp moldarryki að óþörfu því þetta ryk fer inn í bílana og um allt. Í morgun heflaði ég byrjendabrautina og vökvaði fyrir unglingaæfinguna hjá Aroni. Einnig heflaði ég stóru brautina og fór tvo hringi með vatn í hana. Þar sem að ég hafði ekki meiri tíma verður þetta að duga fram á mánudag. Ég vil biðja alla að athuga að brautin verður lokuð um tíma á daginn frá miðvikudegi og fram yfir helgi. Þetta verður stutt í hvert sinn á daginn eða um klukkutími í senn. Sjá nánar síðar.
P. S. Enduroslóðarnir eru fínir núna og bara gaman að keyra þá þegar svona þurrt er. Líklegur

Leave a Reply