Vefmyndavél

Þakkir fyrir brautarlagningu

Við viljum þakka þeim sem hjálpuðu til við að leggja brautina á Hellu sl. laugardag. Góður hópur manna sem mættu á svæðið og gekk brautarlagningin nokkuð vel fyrir sig. Mikið diskóterað og rætt. Engin mýri en lækurinn kemur fyrir nokkrum sinnum. Hópurinn var sammála um að flæðið væri gott og brautin mjög skemmtileg. Það á þó eftir að fínspússa smávegis og eigum við von á mjög skemmtilegri keppni n.k. laugardag. Hvetjum fólk til þess að skrá sig og greiða fyrir tímanlega. Mikilvægt er að koma með kvittun fyrir félagsgjöldum á keppnina. Einnig hvetjum við keppendur til að kynna sér vel keppnisfyrirkomulagið . Mikilvægt að fólk sé vel undirbúið og með á nótunum svo keppnin geti gengið vel fyrir sig.
Mótsnefnd AÍH.

Leave a Reply