Hestar fælast við hávaða frá vélhjóli

Hér með er þeirri áskorun komið á framfæri við ökumenn bifhjóla og annarra ökutækja að sýna varkárni á ferðum sínum um næsta nágrenni við  hesthúsabyggðir og reiðvegi tengdum slíkum byggðum.                    
Það óhapp varð um miðjan dag í gær laugardag, að hávaðasömu vélhjóli var ekið ógætilega framhjá tveim reiðmönnum þar sem þeir voru á ferð. Hestarnir fældust, ung kona datt af hestbaki og fann til lítilsháttar eymsla. – Atvikið átti sér stað við fáfarinn malarveg vestan við hesthúsabyggð Mánagrundar. – Ökumaður vélhjólsins hélt leiðar sinnar og spurning er hvort hann hafi yfirleitt vitað hvað gerðist vegna ökulags  hans og

 hávaðans frá ökutækinu. Hér hefði getað farið verr, víða er mjögstórgrýtt á þessu svæði.
Þegar betur er að gáð kemur í ljós að engum aðvörunarskiltum til leiðbeiningar fyrir ókunna ökumenn, þess efnis að þarna sé reiðsvæði hestamanna, hefur verið komið fyrir við þennan veg, það er afleitt þar sem vegaspotti þessi klífur nánast í sundur athafna- og reiðsvæðið Mána.

Skildu eftir svar