Vefmyndavél

Hellu keppnin á morgun – pappírar og fleira

Jæja, spáin fyrir morgundaginn er frábær.  Brautin geðveik og meiriháttar gaman framundan.  Við hjá AÍH erum að leggja okkur alla fram í að keppnin gangi sem best fyrir sig og viljum því minna keppendur, bæði reynda sem nýja að koma með á morgun:


– ökuskírteini (Séu keppendur yngri en 17 ára og keppa skv. reglugerð um
akstursíþróttir kulu þeir framvísa nafnskírteini eða vegabréfi)
– útprentaða kvittun fyrir félagsgjaldi
– útprentaða kvittun fyrir keppnisgjaldi
– útfyllta þátttökuyfirlýsingu (er að finna á vefnum undir Keppnisreglur)
Svo þarf að vera búið að setja keppnisnúmer á hjólið og koma með allan viðeigandi hlífðarbúnað.  Einnig hvetjum við keppendur að vera tímanlega á morgun svo skoðun geti gengið hratt og vel fyrir sig.  Sjáumst hress á morgun.

Mótsnefnd AÍH

Leave a Reply