Vefmyndavél

Góða ferð á Klaustur

Þar sem allir eru að fara á Klaustur vil ég benda mönnum á að tuktinn í Vík er duglegur að tukta menn með kerrur á of miklum hraða. Hámarkshraði með óskráða kerru er 60 og með skráða kerru, fellihýsi og tjaldvagna er 80 (það fer enginn eftir þessu sérstaklega þeir sem eru með óskráða kerru). Það voru á milli 30 og 40 teknir fyrir of hraðan akstur í fyrra. Bolöldubrautin verður opin um helgina eins og skiltið segir til um við brautina þar sem farið er inn í brautina, en BMW bílarnir verða í brautinni í klukkutíma í senn þrisvar á dag. Góða helgi.
Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply