Vefmyndavél

Féll af bifhjóli og slasaðist

Tekið af mb.is í gær: Ökumaður bifhjóls slasaðist er hann féll af því þegar hann ók á malarbing skammt frá Akureyri í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn á svokölluðu mótorkrosshjóli. Hann ók eftir stíg og á malarbinginn eftir að sólin hafði blindað honum sýn með fyrrgreindum afleiðingum.
Vegfarendur sáu til mannsins og kölluðu eftir aðstoð, en tilkynning barst lögreglu um klukkan 9:30 í morgun.

Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en hann kenndi eymsla í baki á annarri hendi sem er trúlega brotin.

Leave a Reply