Vefmyndavél

Vinna við krossbraut við Bolöldu í fullum gangi

Vinna viđ brautina á Bolöldusvæđinu er í fullum gangi og á laugardag voru tvær jarđýtur á fullu í ađ vinna efni ofan í gryfjuna. Hugmyndin er ađ jafna kantana og nýta efniđ úr þeim til ađ byggja upp brautina. Í vikunni stendur VÍK fyrir komu Ed Bradley en hann mun verđa hér í nokkra daga og sjá um endanlega hönnun brautarinnar. Skoðið myndirnar hér fyrir neðan Kv. formađur
Svo er hér smá ábending frá Hirti: Þessa dagana stendur yfir gerð motocrossbrautar í grifjunum upp á

Bolöldu og vil ég biðja hjólara að vera ekki of nálægt jarðýtunum. Bæði í dag og í gær komu hjól óþarflega nálægt ýtunum og það er voðalega óþægilegt að vita ekki hvar hjólin eru og í tvígang í gær þurfti ég að stoppa til að fara út úr ýtunni og gá hvar hjólin voru. Í dag gerðist þetta einu sinni, endilega hugsið út í þetta því það er jú einu sinni verið að vinna fyrir hjólamenn til að skapa betri aðstöðu fyrir okkur alla. Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply