Vefmyndavél

MX GP hófst um helgina og Tortelli kemur sterkur inn

Jæja, nú er allt að gerast. Heimsmeistarakeppnin í Motocross hófst um helgina, og er ekki annað að sjá en hún lofi góðu með framhaldið, þótt að nokkrir hafi dottið úr keppni. Það var Frakkinn Sebastian Tortelli KTM sem kom sterkur inn og var í sérflokki með Everts, en þeir skáru sig nokkuð úr. Tortelli vann fyrra mótoið og Everts það síðara, Þannig að Everts varð í fyrsta, Tortelli í öðru og Tanel Leok á Kawasaki varð í 3ja o/a. Josh Coppins sem varð númer 2 í fyrra hætti við að taka þátt vegna axlarmeiðsla sem hann hefur átt í. Liðsfélagi Tortelli, Michael Pichon hætti keppni, var með 40° hita, crassaði og hætti.
Í MX2 var allt brjálað, hörku keppni, 6 keppendur sem skiptust á forystu, en þegar uppi var staðið, þá voru það

 félagarnir hjá KTM Tyla Rattray og Marc de Reuver sem urðu í fyrsta og öðru, og Kenneth Guntersen á Yamaha endaði í þriðja.

Everts og Tortelli í hörku race-i

Leave a Reply