Keppnin verður í 3 klukkutíma.

Á sunnudagskvöld kom veðurspáin fyrir fimmtudag og eftir að hafa horft á báðar sjónvarpsspánar og kíkt á spána hjá Mbl.is var tekin ákvörðun um að keppnin mundi vera í þrjá klukkutíma (frá kl 13,00 til 16,00).  Veðurspáin er að það verði norðan gola, sól, en ekki nema 0-3 stiga hiti og er það hitafarspáin sem ákvörðunin er tekin út frá.    Nú er búið að merkja um 1/3 af brautinni og er stefnt á að klára merkinguna á

 þriðjudagskvöld, en ég stefni á að vera þarna um morguninn og á bilinu 7-9 um kvöldið og hjálp er vel þegin.    Á þriðjudag mun keppandalistinn koma á netið ásamt helstu áhesluatreiðum er keppendur þurfa að taka með sér þegar mætt er í keppni. Þangað til er skráning í keppni á nettfangið liklegur@internet.is og í síma 694-9097, þar sem að skráningarkerfið á netinu er bilað verðum við að gera þetta svona, en keppnisstjórn vill endilega að keppendur skrái sig sem fyrst til að auðvelda vinnu við að búa til keppandalista. Ein fyrirspurn um hvort keppandi megi keppa einn án liðsfélaga þá er það til
 umræðu, en hugmyndin af því að menn dragi sig saman er að efla félagsstarfið og ná fram öflugari félagslegum anda meðal mótorhjólafólks.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson
liklegur@internet.is
GSM: 694-9097
Heima: 588-7939

Skildu eftir svar