Vefmyndavél

Juha vinnur aftur og aftur

Juha Salminen KTM er að heilla alla upp úr skónum í Ameríkunni og trúlega eru þeir að velta því fyrir sér hvað maðurinn hafi fengið í morgunmat í æsku, eða hvað það sé sem geri hann svona góðan. Hann vann um helgina fjórðu keppnina í GNCC og er þá búinn að vinna þær allar. Hann náði góðu starti og þegar brautin þrengdist niður í einstígi og hann fór að hringa menn sagðist hann hafa kallað á þá að víkja … " þá keyrðu

menn sem ég var að keppa við út í kant og stoppuðu, og klöppuðu fyrir manni eins og áhorfendur, þetta var vissulega mjög skemmtileg keppni" sagði Salminen. Mullins á Yamaha náði svo öðru sætinu, en það var mikil barátta um þriðja sætið þar sem jaxlinn Rodney Smith Suzuki og Mike Lafferty KTM áttust við, en það endaði á því að gamli kallinn Smith hafði betur og náði fysta verðlaunasæti sínu frá 2004.


Lafferty og Smith í baráttu

Leave a Reply