Hjálp óskast – prufukeyrsla í boði

Brautin í Bolöldu er að verða verulega flott. Í gær var að mestu lokið við að forma brautina en talsverð vinna er enn eftir við frágang og girðingar og fleira. Í dag mega þeir sem koma með skóflur og hrífur og hjálpa til við að laga til batta og palla eða koma á jeppum og þjappa brautina fengið að prófa brautina á milli 16 og 18. Þeir þurfa að mæta fyrir kl. 14 og láta Hjört vita af sér. Aðrir fá ekki að keyra brautina en allir eru velkomnir sem eru til í að hjálpa til – muna bara eftir verkfærum.

Ath. að einungis má keyra BRAUTINA í gryfjunum – ALLS EKKI keyra á svæðunum sem búið er að slétta s.s. brekkuna ofan við gryfjuna en þar stendur til að græða svæðið upp.

Planið er svo að vinna áfram í brautinni alla vikuna og klára að girða hana og aðliggjandi svæði af. Næsta laugardag er svo hugmyndin að vera með vinnudag frá kl. 10-15 og leyfa þeim sem vinna í brautinni að keyra frítt á milli 15-18. Þá er líka stefnt að því að leggja fleiri enduroslóða s.s. inn í Jósepsdal og víðar en svæðið býður upp á gríðarlega möguleika á fjölbreyttum enduroslóðum.

Sunnudaginn 7. maí verður brautin væntanlega opnuð öllum – selt verður í brautina og kostar dagurinn 1.000 kr. fyrir stærri hjólin og 500 kr. fyrir minni hjólin eins og annars staðar. Akstur á enduroslóðunum og í byrjendabraut verður hins vegar öllum leyfilegur eftir sem áður. Kostnaður við alla uppbyggingu svæðisins hefur verið verulegur og því nauðsynlegt að það skili strax góðum tekjum til hægt verði að halda áfram á sömu nótum.

Kveðja, Keli formaður.

Skildu eftir svar