Fréttir frá Bolöldu eftir laugardaginn frá Hirti

Sælir félagar. Það er búinn að vera rífandi gangur upp í crossbraut í dag. Það hafa hátt í 100 bílar komið til að sjá hvað er að gerast og allir trúa varla sínum augum. Menn hafa einfaldlega ekki séð aðrar eins framkvæmdir við motocrossbraut áður. Það eru menn sem eru búnir að vera þarna nánast stanslaust frá því á fimmtudag og fara þar fremstir meðal jafninga Kalli Tá, Keli formaður, Jóhann, Guðberg og margir aðrir, en

 sérstaklega ber að þakka Guðjóni vörubílstjóra fyrir að hífa rörin á sinn stað í brautinni (ég vona að þurkarinn þinn Guðjón hafi ekki brætt úr sér þegar þú varst að þurka gallann þinn og stráksins þíns) einnig vil ég þakka öllum þeim sem hjálpuðu til í dag. Búið er að leggja minicrossbraut, hefla hana og slétta og þjappa svo púkarnir geti komið með "reiðhjólin" sín og hjólað á meðan pabbarnir vinna í brautinni, en það er mikil grjóthreinsun eftir í brautinni.

Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar