Vefmyndavél

Trials skóli Colley búinn í bili

Þá er Steve Colley farinn til síns heima eftir vel heppnaða heimsókn til Íslands. Veðurguðirnir voru sannarlega í liði með okkur, það er jú fyrrihluti mars mánaðar. Fyrri skóladagurinn tókst vel og vorum við í grjótnámu niður við fjöru. Það fór sem marga grunaði að Colley fletti ofan af óvitaskap Íslendinga þegar kemur að trials tækni, bæði í líkamsbeitingu og í uppsetningu hjólsins. En til þess var jú leikurinn gerður. Colley sýndi svo ótrúlegar listir í opnunarpartýiinu sem JHM SPORT  hélt á föstudagskvöldið. Fyrir trialspælara þá má geta þess að


 hæsta stökkið sem Colley tók upp hliðina á gámnum var frekar erfitt og ekki framkvæmanlegt á fjórgengis klifurhjólum en þau eru of þung á sér við svona aðstæður að sögn kappans. 20 mínútum eftir sýninguna voru flestir komnir inn í hús en þá byrjaði að rigna og síðar að snjóa. Veðurguðirnir hafa sumsé haldið í sér fram yfir sýningu. Ótrúleg tillitsemi. Seinni kennsludagurinn fór fram á suðurlandi þar sem klifrað var á grjóti og yfir ár, ekta íslenskt. Colley sýndi eeinnig fáránlega flotta takta í klettaklifri, alger snillingur.

Þáttakendur í þessu fyrsta trialsnámskeiði voru tóku allir grundvallarbreytingum að sögn Colley og var ekki annað að sjá en menn væruglaðir með námskeiðið.

Steve Colley hringdi heiman frá sér á mánudag og bað kærlega að heilsa íslenskum trialsökumönnum og öllum sem komu á sýninguna í JHM. Búast má við umfjöllun í bílablaði Morgunblaðsins einhvern allra næstu föstudaga. Einnig var fín umfjöllun um íslenskt trials í helgarsportinu en fyrir þá sem ekki sáu það er hægt að fara inn á www.ruv.is <http://www.ruv.is/>   smella á “sjónvarp”, velja svo “12 mars” á dagatalinu og velja síðan “helgarsportið” sem sýnt var þann daginn. Colley er uppúr miðjum þætti.

Heimsókn Colley var kærkomin og í raun nauðsynleg fyrir íslenskt trialssport sem er á byrjunarstigi á klakanum – enda kom það í ljós að ýmiss misskilnings gætti um íþróttina. Þeir sem sátu námskeiðið nýta sér það dýrmæta veganesti sem Colley færði til að taka sportið upp á enn hærra plan. ÞK.

Leave a Reply