Vefmyndavél

Styttist í MXGP

Nú er farið að styttast í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninar í motocross, en hún verður um næstu helgi í Zolder í Belgíu. Það má gera ráð fyrir spennandi tímabili. Tímabilið í ár er síðasta tímabil Stefan Everts, en hann ætlar að hætta að því loknu, og eins víst að hann leggi allt í sölurnar til að ná enn einum titlinum, enda ekki ólíklegt miðað við hvernig gengið hefur í keppnum sem hann hefur tekið þátt í upp á síðkastið. Ekki má gleyma því að það eru margir aðrir hörku ökumenn sem allir geta gert stóra hluti, eins og t.d. Coppins og De Dijcker hjá CAS Honda, Tortelli og Pichon hjá KTM og Ramon og  Strijbos hja Suzuki. Þetta verður vonandi hörku season og framundan 16 spennandi keppnir.

Leave a Reply