Jæja stelpur

Nú er farið að birta og veður orðið skaplegra til að hjóla.  Mig langar aðeins að fara yfir það sem hefur verið að gerast hjá stelpunum.  Við héldum stelpufund í Nítró og á Akureyri í byrjun árs og 2 hefur verið stelpuhittingur á American Style.  Þarna hafa verið að mæta 10-30 stelpur og er það frábært á miðjum vetri.  Ég er með 60 stelpur á skrá hjá mér(aðeins!!!) og 20 skráðu sig á lista um að keppa í sumar.  Þetta er alveg frábært og spennandi sumar framundan.  Það sem er á döfinni hjá okkur núna er að á miðvikudaginn 22. mars ætlum við að hittast í Klifurhúsinu, Skútuvogi 1G kl. 20:00 og taka á saman.  Verðið er c.a. kr. 1.000 með leiðbeinanda.  Á næstunni er síðan fyrirhugað að halda námskeið í viðhaldi á hjólum fyrir stelpur.
  Kv.Tedda

Skildu eftir svar