Hvar á að hjóla

Ég var að koma ofan af Bolöldu, en þar er allt í drullusvaði, en hægt er að keyra í litlu brautinni sem ég gerði í byrjun febrúar. Endurobrautin er eitt drullusvað vegna þess að frost er enn í jörðu á um 10 cm dýpi. Það frost er ekki nema um 5cm hella og með áframhaldandi veðri eins og í dag gæti frostið verið farið úr jörðu á

 sunnudag. Besta svæðið til að hjóla á er gamla motocrossbrautin við Bláfjallaveg (undir Vífilfelli) og var háttvirtur Jón Gunnar (forseti) að slétta hana með undraheflinum sínum ásamt frænda sínum Lárusi í dag. Síðan var brautin þjöppuð og ætti að vera góð á morgun. Þess ber að geta að gamla brautin er varasöm á einum stað og endilega farið varlega í fyrsta hring.  Annars vil ég endilega minna hjólamenn á að sýna ýtrustu varkárni vegna aurbleytu á ýmsum stöðum. Það er merki um þroska þegar menn snúa við ef blautt er í stað þess að skemma bæði landið og hjólið með drummuakstri (ef hjólið er að sökkva 5-10 cm í drullu er álagið og slit á hjólinu orðið 5 sinnum meira en venjulega). H.Líkle  r…   P.S. Sendi mynd af undraheflinum hans Jóns Forseta og hvernig ástandið er upp á Bolöldu.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar