Vefmyndavél

Félagsgjöld AÍH

Nú fer brátt að vora,menn og konur að hætta bóna hjólin og spennandi tímar framundan.  Fyrsta keppnin í Íslandsmeistaramóti er á Hellu eftir tæplega 2 mánuði,13.maí, og mun AÍH sjá um að skipuleggja hana.  Tveimur vikum seinna halda svo flestir á Klaustur til að taka þátt í stærsta móti ársins.  Margt að gerast og því viljum við hvetja félagsmenn að endurnýja félagsskírteini sín tímanlega. Við þurfum jú öll að vera virkir meðlimir í einhverju félagi til að geta keppt.  Einnig erum við að styrkja okkar félagsstarfsemi með því að borga félagsgjöld.  Bendum á að upplýsingar um afslætti sem félagsmenn AÍH fá er að finna á þessari síðu   Á síðasta aðalfundi AÍH var ákveðið að félagsgjald fyrir árið 2006 yrði 4.000 kr.  Einnig var ákveðið að veita

 fjölskylduafslátt til þeirra sem hafa sama lögheimili.  Gjaldið fyrir fjölskyldu er 6.000 kr.  
Til að gerast félagsmaður AÍH þarf að leggja inná reikning 0327-26-3450 og er kennitala AÍH 691200-3450.  Einnig þarf að fylla þetta eyðublað út og senda á gvg@internet.is   
Verum undirbúin tímanlega og endurnýjum félagsskírteinin í dag.

Leave a Reply