Vefmyndavél

Daytona Supercross í Púkanum föstudag kl. 20.00.

Daytona Supercross er ekki partur af heimsmeistarakeppninni og þar af leiðandi verður hún ekki sýnd á SÝN eins og undanfarin ár. Daytona SX er einstök keppni og það er okkur mikil ánægja að geta boðið ykkur upp á að koma til okkar og horfa Daytona SX föstudagskvöldið næsta kl. 20.00 í Púkanum Grensásvegi. Ekki nóg með það, við komum líka til með að sýna minni flokkinn (250F hjól) sem kallast "Lites" í dag þar sem menn eins og Davi Millsaps og Josh Grant eru að fara á kostum. Travis Pastrana mættir til leiks lætur fjörið ekki vanta. Þetta er 2 tíma prógram með fullt að flottum viðtölum og miklu fjöri og verður aðeins til sýnis í Púkanum og hvergi annarsstaðar. Vonumst til að sjá sem flesta.  Með kveðju,  Pukinn.com

Leave a Reply