Trials hjá Colley. Uppbókað!

Það er gaman hversu góðar viðtökur trials námskeiðið hjá Steve Colley hefur fengið – en nú þegar er allt orðið fullt. Greinilegt að menn vilja nýta sér komu meistarans. Ætlunin er að þeir sem sitja (standa) námskeiðið muni hittast 1-2 skipti áður en Colley kemur og fara yfir það sem koma skal. Nánari verða upplýsingar veittar síðar. Það eru enn einhverjir að setja sig í samband og að spá í námskeiðið en eins og áður segir er

 námskeiðið orðið fullt. Það er verið að skoða og ræða við Colley hvort möguleiki sé á eins dags námskeiði fimmtudaginn 9 mars en á þessari stundu er alls óvíst að af því geti orðið. Þeir sem hafa áhuga á að láta skrá sig til vara á slíkt námskeið er bent á að senda mér línu á spitfire@vortex.is

 

Trials kveðjur

Þórir

Skildu eftir svar