Vefmyndavél

Þrekæfingarnar hefjast í kvöld kl. 19.45

Í kvöld hefjast fyrstu skipulögðu æfingar VÍK. Alls hafa 11 manns skráð sig á æfingarnar en fjöldinn allur hefur sagst vera á leiðinni. Nú er tækifærið að skrá sig í hópinn og það ekki seinna en strax til að við náum nægum fjölda til að standa undir kostnaði. Jón Arnar mun byrja með áherslu á grunnþol og byggja menn jafnt og þétt upp í þoli fyrir sumarið. Hann er spenntur fyrir verkefninu og lofar góðum árangri.

Mæting er kl. 19.45 við Laugardalslaugina í útigallanum – SKRÁ SIG NÚNA í Keppnisskráningarkerfinu hér til hliðar!

Leave a Reply