Vefmyndavél

Sandvík sundurskorin eftir torfærumótorhjól

Tekið frá Víkurfréttum: Eins og greint var frá í gær hefur borið á að bifhjólamenn venji komur sínar til Sandvíkur á Reykjanesi og aki þar torfæruhjólum sínum utan vega en svæðið er vinsælt útivistarsvæði og akstur utan vega þar með öllu óleyfilegur.
Við athugun Víkurfrétta kom í ljós að svæðið er sundurskorið eftir torfærumótorhjól. Uppgræðsla hefur verið spóluð upp og hjólför er víða að sjá. Á meðfylgjandi mynd má t.d. sjá að ekið hefur verið út í tjörn á svæðinu og

 þar hefur viðkomandi fest hjólið svo draga hefur þurft upp með tilheyrandi raski. 
Að sögn fólks sem var á ferðinni á svæðinu um helgina voru allt að 40 bifhjól á svæðinu þegar mest var og greinilegt að um skipulagða æfingu eða keppni bifhjólamanna hafi verið að ræða.   Lögreglan í Keflavík biður bifhjólamenn um að nota þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi á svæðinu, þ.e. bifhjólabrautina við Seltjörn. 

Leave a Reply