Raga vann allt um helgina

Það var nóg að gera hjá keppendunum í Trial um helgina. Sjötta umferðin var haldin í Írlandi á föstudaginn og það er skemmst frá því að segja að Adam Raga á Gas Gas hafði mikilvægan sigur. Annar varð Doug Lamkin á Montesa og þriðji Jeroni Fajardo á Gas Gas. Svo flutt menn sig yfir til Rússlands og kepptu þar á sunnudag. Raga var þar í miklu stuði og sigraði. Hann gat ekki leynt gleði sinni og sagði " Þetta hefur verið mjög árangursrík helgi, þessir sigrar eru lykillinn að góðum úrslitum í heimsmeistarakeppninni, en það eru fimm keppnir enn eftir " Annar varð Fajardo á Gas Gas og þriðji Albert Cabestani á Sherco. Hér er staðan eftir helgina:

 Provisional Indoor Trial World Championship standings
1 – Adam Raga (Spain/GAS GAS) 62 points
2 – Albert Cabestany (Spain/Sherco) 47 points
3 – Toni Bou (Spain/Beta) 45 points
4 – Jeroni Fajardo (Spain/GAS GAS) 40 points

Skildu eftir svar