Motocross fyrirlestur í félagsmiðstöðinni Garðalundur

Félagsmiðstöðin Garðalundur í Garðabæ stóð fyrir torfæruhjólakvöldi s.l. föstudag.  Bjarni Bærings mætti á svæðið, sagði frá motocross sportinu, félagastarfi VÍK, keppnishaldi sumarsins og grunnatriðum torfæruhjóla.  Nýja Honda CRF250R var kynnt og nokkrir SUPERSPORT þættir sýndir á breiðtjaldi.  Kvöldið

 heppnaðist vel, unglingarnir afar áhugasamir um sportið og aldrei að vita nema einhverjir þeirra láti sjá sig í brautunum í sumar.  Myndir frá kvöldinu má finna á www.supersport.is

Skildu eftir svar