Vefmyndavél

Hjólum varlega í nágrenni við Hellu

Landgræðslan hefur gefið leyfi fyrir Enduro keppni í maí n.k. á torfærukeppnissvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.   Verið er að vinna í því að fá leyfi sveitarstjórnar ásamt öðrum leyfum sem til þarf.  Landgræðslan bað okkur um að ítreka að akstur vélhjóla er ekki leyfður fyrir né eftir keppnina á og við þetta svæði.  Viljum við því hvetja hjólamenn og konur að virða þessa bón Landgræðslunnar og gæta að því hvar er hjólað.  Þeir eru að veita okkur leyfi til keppnishalds og hafa verið okkur góðir og innan handar. Viljum við því endurgjalda þeim með því að virða slíka bón.
Með hjólakveðju, AÍH

Leave a Reply