Vefmyndavél

Himalaya – Indland á mótorhjóli. Ævintýri í boði!

Ferðaskipuleggjandinn er eigandi lítillar ævintýramennsku-ferðaskrifstofu í Holllandi. Hann hefur ferðast mikið með holllenska göngumenn og harðjaxla um Ísland og Grænland undanfarin ár og hefur síðan hinn fótinn og hjólið  í fjarlægari löndum; upp á síðkastið eru það Himalayafjöllin – Indlandsmegin. 
Hann sendi á mig ferðalýsingu og myndir af nýjasta uppátækinu; mótorhjólaferð í Himalaya sem hann segir

 að "sé þess virði !!!! " og leist vel á að koma og kynna ferðina Íslendingum því hann langi í þá með í ferðina, þeir séu svo "skemmtilega brjálaðir".
Myndasýning úr ferðunum hans 2005 og kynning á ferðunum framundan í ár er haldin í Salnum á Farfuglaheimilinu í Reykjavík, Sundlaugavegi 34, 105 Reykjavík. www.hostel.is  
Laugardaginn 11. febrúar kl. 16:00.
 
Uppákoman  er  opin öllum; örugglega mjög áhugaverð fyrir ferðafíkla, hvort sem þeir ætla á mótorhjól  til Indlands  í sumar eða kannski síðarmeir. 
Vefsíða ferðaskrifstofunnar með kynningu á ferðinni er  www.travel2explore.com

Kveðja Sirra.

Leave a Reply