Vefmyndavél

Vélhjólamaður heiðraður !

Íslandsmeistarar íþróttafélaga í Reykjanesbæ voru heiðraðir í hófi á gamlársdag. Þau tíðindi urðu að í þeim hópi var einn vélhjólaíþróttamaður Aron Ómarsson. Fékk hann heiðurspening sem Íslandsmeistari í Enduro – Baldursdeild og var einnig valinn sem Vélhjólaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2005. Þetta voru sannarlega

 gleðitíðindi og ætti að verða öðrum vélhjólamönnum mikil hvatning.


Til hamingju Aron og gangi þér vel á nýju ári.
Stjórn VÍR.

Leave a Reply