Vefmyndavél

Vélhjólaíþróttamaður ársins.

Vélhjóla og vélsleðaíþróttanefnd hefur kosið Ragnar Inga Stefánsson vélhjólaíþróttamann ársins.  Ragnar varð íslandsmeistari í Motocross 2005 í 9 skipti, 40 ára gamall.  Hann hefur keppt í Motocross síðan 1981 og á því að baki yfir 24 ára feril í íþróttinni.  Hann var því byrjaður að keppa áður en margir af hans helstu

 andstæðingum voru fæddir. Þetta er einstakur árangur í íþrótt sem er talin ein sú erfiðasta sem hægt er að leggja stund á. Ragnar hefur lagt á sig mjög mikla vinnu til þess að ná þessum árangri og bjó meðal annars í Svíþjóð á árunum 1990-2000 til þess að geta æft og keppt við betri aðstæður. Eftirfarandi er listi yfir Íslandsmeistaratitla hans.

1989 Ragnar Ingi Stefánsson
1990 Ragnar Ingi Stefánsson
1991 Ragnar Ingi Stefánsson
1998 Ragnar Ingi Stefánsson
1999 Ragnar Ingi Stefánsson
2001 Ragnar Ingi Stefánsson
2003 Ragnar Ingi Stefánsson
2004 Ragnar Ingi Stefánsson
2005 Ragnar Ingi Stefánsson

Ragnar tók á móti verðlaunum fyrir titilinn í hófi á vegum ÍSÍ á Grand Hótel í gærkveldi.

Með kveðju
Vélhjóla og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ.

Leave a Reply