Skráning hafin í þrekæfingarnar

Skráning á æfingarnar er hafin í félagakerfinu hér til hliðar undir Félagakerfi og "Skráning í keppnir". Því miður tókst ekki að festa allar æfingar í Frjálsíþróttahúsinu þannig að það verður aðeins í boði á völdum æfingum. Fyrsta æfingin verður miðvikudaginn 1. febrúar og er mæting, í útigalla, stundvíslega kl. 19.45 við innganginn í Sundlaugina í Laugardal.

Æfingarnar verða framvegis á mánudögum og miðvikudögum í febrúar, mars og apríl og mæting er alltaf við innganginn í  Sundlaugina í Laugardal. Æfingarnar verða fjölbreyttar, útihlaup og æfingar ásamt  inniæfingunum.

Æfingagjöld eru:
     5.000 kr. á mánuði fyrir 2 kvöld í viku, eða 15.000 kr. allt tímabilið
     3.500 kr. á mánuði fyrir 1kvöld í viku, eða 10.500 kr. allt tímabilið
Hægt verður að greiða einn mánuð í einu eða allt tímabilið.  

Við vonumst eftir góðri þátttöku allra hjólamanna en ef ekki næst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt til að  leggja æfingarnar niður. Jón lofar amk. miklu stuði og hörkukeyrslu fyrir þá sem vilja taka á því og vera eins klárir og mögulegt er fyrir átökin í sumar.

Í framhaldi af þessu munum við vonandi geta kynnt til sögunnar erlendan þjálfara til félagsins og æfingar fyrir alla flokka í sumar þannig að þetta er væntanlega bara byrjunin.

Kveðja, Keli

Skildu eftir svar