Paris – Dakar

Nú stendur sem hæðst hin árlega Paris-Dakar keppni.  Eftir 5 daga keppni eru keppendur að byrja að tína tölunni einn af einum í bæði hjóla og bílaklassa.  Spánverjinn Coma (no2) er efstur, en aðeins 1:25 mín á undan Frakkanum Desperes (no1) sem vann í fyrra. Íslandsvinurinn Sala (sem keppti á móti Einari 2004 á Klaustri) er 8. 40 mín á eftir Coma, en þeir aka allir KTM. 10 mín. eru frá sæti 1. í sæti 10 eftir 5 daga keppni.
         Í bílakeppninni eru ótrúlega margir fyrrverandi mótorhjólamenn. Sigurvegarinn frá því í fyrra S.

 Peterhansel (no300) sem vann þessa keppni 6 sinnum á mótorhjóli og tvisvar á bíl er í 9. sæti eftir góðan sigur á leið 5, en hann er vanur að fara rólega af stað og vinna sig hægt upp í 1. sæti með ótrúlega jafnri keyrslu. Efst af þekktum hjólaköppum er J. Kleinschmidt (sem var fræg fyrir 15 árum eða svo á Yamaha í þessari keppni), en hún er eini kvennmaðurinn sem hefur unnið þessa keppni á bíl. Hún er nú í 2. sæti og er no 303. Í 7. sæti er sigurvegarinn á mótorhjóli frá 2004 J. Roma á bíl no 304. Í 10. sæti et T. Magnaldi sem keppti í mörg ár á KTM og var alltaf mjög ofarlega, en náði aldrei að sigra þessa keppni. Í 12. sæti er suður afríkuhjólarinn A. Cox ,(no313) en hann var í 3. sæti á KTM í síðustu keppni 2005. Tveir fyrrverandi sigurvegarar á mótorhjólum helltust úr lestinni á degi 5. Þetta voru E.Orioli (no349) sem sigraði 4 sinnum á mótorhjóli og H. Auriol (no350), en hann sigraði tvisvar á mótorhjóli og einu sinni á bíl, en þeir félagarnir voru saman í liði og hættu báðir vegna bilana. Aðeins 15 mín er á milli efstu 10 manna í bílaklassanum.
Stöð 2 hefur sýnt frá keppninni bæði kl. 7.30 og 8.30 á hverjum morgni undanfarna daga, en fyrir þá sem eru með fjölvarpið er Eurosport sem sýnir frá keppninni a.m.k. 3. sinnum á dag.
HLJ

Skildu eftir svar