Vefmyndavél

Íþróttamaður ársins í Svíþjóð

Um hver áramót kjósa íþróttafréttamenn íþróttamann ársins og er sýnt beint frá þessari miklu hátíð á a.m.k. tveim sjónvarpsstöðvum. Svipaður háttur er hafður við kjör íþróttamanns ársins í Svíþjóð og hér nema að það var mótorhjólamaður sem varð íþróttamaður ársins í Svíþjóð. Þetta var sex faldi speedway heimsmeistarinn Tony Rickardsson með 63% atkvæða. Hann er einnig fyrirliði sænska speedway landsliðsins.  Í öðru sæti var

 skíðadrottningin Anja Parson með 17% atkvæði, en hún hefur unnið flestar slíðakeppnir sem hún hefur tekið þátt í síðustu árin. Svíar hafa alltaf verið stoltir af sínum hjólamönnum og þegar enduroökumaðurinn Anders Erikson varð heimsmeistari í 5. sinn var gefið út frímerki honum til heiðurs í Svíþjóð, en síðan bætti hann við tveim heimsmeistaratitlum í safnið eftir það. Hvað þurfum við að bíða lengi eftir því að íþróttamaður ársins á Íslandi verði úr röðum mótorhjólamanna?
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply