Vefmyndavél

Tekið úr dagbók Sivjar frá í gær

Skömmu eftir kl.18 komst fyrirspurn mín til umhverfisráðherra um æfingasvæði fyrir torfæruhjól á dagskrá.
Alþingismennirnir, Magnús Þór Hafsteinsson og Valdimar L. Friðriksson, tóku auk mín og Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, þátt í umræðunum.
Umræðurnar voru fínar og sýndu alþingismenn góðan skilning á að bæta þyrfti úr aðstöðuleysi þess vaxandi

 hóps sem stundar torfæruhjólaakstur sér til ánægju.
Um þessar mundir eru um 3000 torfærubifhjól í landinu, en í ár verða líklega flutt inn um 700 hjól, þ.e. upp undir 2 hjól á dag.
Ráðherrann tók undir með að brýnt væri að fjölga æfingasvæðum fyrir torfærubifhjólamenn og bæta aðstöðu þeirra.Fulltrúar frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum(VÍK), þeir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK og Hjörtur L. Jónsson, fylgdust með umræðunum

Leave a Reply